Enski boltinn

Arsenal eitt þriggja liða sem náðu ekki að skapa sér færi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erfiður fyrsti leikur fyrir Arsenal.
Erfiður fyrsti leikur fyrir Arsenal.
Liverpool skapaði sér flest færi allra liða í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór um helgina. Allt aðra sögu er að segja af liði Arsenal.

Arsenal á það sameiginlegt með liðum Brighton & Hove Albion og Cardiff City að hafa ekki náð að skapa sér færi á fyrstu 90 mínútum tímabilsins samkvæmt tölfræði frá Gracenote.

Öll hin sautján lið ensku úrvalsdeildarinnar náðu að skapa sér góð færi í leikjum sínum um helgina. Það fylgir reyndar sögunni að þrátt fyrir að Arsenal hafi verið á heimavelli þá var liðið að spila við langbesta lið síðasta tímabils, Manchester City.

Arsenal reyndi 9 skot í leiknum á móti Manchester City (3 á mark) en ekkert þeirra taldist koma úr góðu marktækifæri. Brighton & Hove Albion og Cardiff City voru einu liðin sem náðu ekki skoti á mark.

Liverpool maðurinn Mohamed Sala var eini leikmaðurinn sem fékk þrjú færi í fyrstu umferðinni en hann var markakóngur deildarinnar í fyrra.

Þeir Callum Wilson (Bournemouth), Chris Wood (Burnley), Danny Ings (Southampton), Dele Alli (Tottenham), Jamie Vardy (Leicester City), Raúl Jiménez (Wolves), Sadio Mané (Liverpool) og Wilfried Zaha (Crystal Palace) fengu allir tvö færi hver.

Crystal Palace (77%, 10 af 13) og Manchester United (75%, 6 af 8) voru þau lið sem hittu markið úr hæsta hlutfalli sinna skota en Everton (29%, 2 af 7) og Manchester United (25%, 2 af 8) voru þau lið sem skoruðu úr hæsta hlutfalli sinna skota.



Flest sköpuð færi í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar:

- Tölfræði frá Gracenote

7 góð færi

Liverpool

5 góð færi

Tottenham Hotspur

Burnley

4 góð færi

Southampton

3 góð færi

Bournemouth

Manchester United

2 góð færi

Chelsea

Crystal Palace

Wolverhampton Wanderers

Leicester City

Newcastle United

Watford

1 gott færi

Everton

Manchester City

Fulham

Huddersfield Town

West Ham United

0 góð færi

Arsenal

Brighton & Hove Albion

Cardiff City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×