Veiði

Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu

Karl Lúðvíksson skrifar
Norðurá er ein þeirra laxveiðiáa sem er orðin ansi vatnslítil.  Myndin er af ánni í kjörvatni.
Norðurá er ein þeirra laxveiðiáa sem er orðin ansi vatnslítil. Myndin er af ánni í kjörvatni.

Þetta sumar hefur einkennst af miklum öfgum í vatni og eftir þrálátar rigningar sem settu árnar á flot er nú beðið um rigningu.

Það hefur ekkert rignt í góðann tíma á vesturlandi en það úrkomuleysi er farið að hafa heldur betur áhrif á dragárnar í dölunum og eins árnar sem þurfa reglulegar rigningar í Borgarfirði.  Laxveiðiárnar í dölunum eru orðnar það vatnslitlar að þær eru komnar í grjót eins og það er kallað og sama á við um nokkrar ár í Borgarfirði.  rennslið í Norðurá er til að mynda ekki beysið en þetta getur og hefur mikil áhrif á veiðina enda er ansi erfitt að fá laxinn til að taka í þessum skilyrðum.

Það er ekki mikil breyting á veðri næstu vikuna og ólíklegt að það eigi eftir að rigna nokkuð svo það er ljóst að ástandið á ekki eftir að skána neitt.  Það er þá helst að horfa með bjartsýnum augum á haustið en ef það rignir hressilega í september eins og oft áður getur veiðin í dölunum orðið ævintýralega góð og líklega eru þeir veiðimenn sem eiga bókaða daga t.d. í Laxá í Dölum, Haukadalsá og Fáskrúð farnir að leggjast á bæn og biðja um ríflegar síðsumarsrigningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.