Enski boltinn

Messan heillaðist af Keita: „Gjörsamlega frábær“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keita átti flotta frumraun í ensku deildinni
Keita átti flotta frumraun í ensku deildinni Vísir/Getty
Liverpool byrjaði ensku úrvalsdeildina af krafti með fjögurra marka sigri á West Ham. Tveir af nýju leikmönnum Liverpool, Naby Keita og Alisson, heilluðu í frumraun sinni í úrvalsdeildinni.

„Naby Keita var gjörsamlega frábær í þessum leik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, sérfræðingur Messunnar á Stöð 2 Sport í gær.

„Hann virðist smellpassa inn í þennan leikstíl. Hann getur unnið boltann, hann getur borið boltann upp og er með auga fyrir spili. Þetta er leikmaður sem virðist hafa spilað í mörg ár á Anfield.“

Keita var keyptur til Liverpool fyrir ári síðan en gekk ekki til liðs við enska liðið fyrr en í sumar. Gunnleifur Gunnleifssson benti á þá staðreynd og sagði augljóst að Keita hafi vitað hvert hans hlutverk væri í liðinu.

„Hann er bara klár leikmaður sem getur spilað allar stöður. Það er bara þannig,“ sagði Jóhannes.

Annar nýr leikmaður sem sérfræðingarnir hrifust af var Alisson. Hann var keyptur til þess að taka stöðu aðalmarkvarðar liðsins, en Liverpool hefur verið í nokkrum vandræðum með þá stöðu undan farin ár.

„Ískaldur á boltanum. Reyndi ekki mikið á hann í dag en maður sér það strax að liðið treystir honum,“ sagði Jóhannes.

„Hann er svo yfirvegaður og lætur þetta líta út fyrir að vera auðvelt,“ tók Gunnleifur undir.

Umræðuna úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×