Innlent

Búið að loka Ölfusárbrú

Atli Ísleifsson skrifar
Brúin verður lokuð til að minnsta kosti 20. ágúst.
Brúin verður lokuð til að minnsta kosti 20. ágúst. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa nú lokað Ölfusárbrú við Selfoss og er reiknað með að hún verði lokuð til 20. ágúst. Brúnni var lokað um klukkan 16 nú síðdegis.

Hjáleið fyrir almenna umferð verður meðal annars um Þrengsli og Óseyrarbrú þá daga sem lokunin stendur yfir.

Steypa þarf nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. 

Vísir/Magnús Hlynur
Breidd brúarinnar er aðeins 6,1 metrar og er áætlað vinnusvæði 3,3 metrar þannig að ómögulegt myndi reynast að halda einni akrein opinni fyrir almenna umferð. Á vef Vegagerðarinnar segir að umferðastýring myndi tefja vinnu mikið og gæti tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað framkvæmdatímann.

Í uppsveitum eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut (35). Skálholtsveg (31), Bræðratunguveg (359) og Skeiðaveg (30). Gangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á framkvæmdatímanum.

Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Hjáleið um Þrengsli og Óseyrarbrú er merkt með rauðu á kortinu.Vísir/Hjalti

Tengdar fréttir

Lokun yfir Ölfusá flýtt

Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×