Golf

Þorsteinn: Áhrif Tiger á golfið eins og áhrif Jordan á körfuboltann

Anton Ingi Leifsson skrifar

Þorsteinn Hallgrímsson, golfspekingur, segir að áhrif Tiger Woods á golfið séu eins og áhrifin sem Michael Jordan hafði á körfuboltann.

Woods endaði í öðru sætinu á síðasta risamóti ársins sem leikið var á Bellerive-vellinum í gær. Hann spilaði hringina fjóra á fjórtán undir pari en einungis Brook Koepka spilaði betur, eða á sextán undir.

„Þetta þýðir að áhorfið mun aukast og áhuginn mun aukast. Ég held að fyrir okkur sem eru á kafinu í golfinu þá munum við fylgjast meira með,” sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Til dæmis á mótinu um helgina voru ótrúlega margir að fylgjast með og hreinlega halda með Tiger.”

Á árinu hefur Tiger heldur betur klifrað upp töfluna á heimslistanum. Hann hefur farið upp um 630 sæti og situr nú í sæti 23 en hvaða áhrif hefur hann á golfið?

„Hann hefur einhverja nærveru og hrífur fólkið með sér. Það sem hann gerir fyrir golfið er eins og Michael Jordan gerði fyrir körfuna. Það hrífast allir með og það er ekki hægt annað en að vilja fylgjast með honum. Alveg frábært.”

„Tiger er 42 ára gamall. Hann er ekki aldargamall en hann sýnir það að ferillinn er langur ef menn halda sér í góðu formi. Hann er að gera það og hann á mikið eftir. Ég held að hann eigi eftir að vinna risamót.”

Verður Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna en Ryderinn á er næsta leyti?

„Já, ekki í nokkrum vafa. Hann er búinn að spila það vel að hann verður á National vellinum í Frakklandi. Ég bíð spenntur eftir að fylgjast með honum,” sagði Þorsteinn að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.