Innlent

Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá sprunguna sem myndast hefur í Fagraskógarfjalli.
Hér má sjá sprunguna sem myndast hefur í Fagraskógarfjalli. Mynd/Veðurstofan
Sprunga hefur myndast innan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Í frétt Veðurstofunnar kemur fram að um helgina hafi Landhelgisgæslan staðið fyrir æfingum á svæðinu og að starfsmenn gæslunnar hefðu komið auga á sprunguna. Einnig kemur fram að sprungan sé á svipuðu svæði og hrunið sem féll ur toppi framhlaupsins tæpri viku eftir að framhlaupið féll.

Þá segir að svæðið sem losnaði frá fjallinu sé talið vera á bilinu 50- 150 þúsund fermetrar og að efnið muni „líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist í júlí.“

Veðurstofan ítrekar að algengt sé „að hreyfingar eða hrun eigi sér stað í sárum þar sem framhlaup eða stórar skriður hafa átt sér stað. Því er ástæða til að ítreka að fólk ætti ekki að vera í nánasta nágrenni við skriðuna.“


Tengdar fréttir

Enn hrynur úr fjallinu í Hítardal

Veiði í Hítará hefur gengið betur í ár en í fyrra, þrátt fyrir náttúruhamfarirnar í Hítardal þann 7. júlí. Enn falla skriður úr Fagraskógarfjalli en Hítará hefur nú fundið sér nýjan farveg framhjá stíflunni sem myndaðist í berghlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×