Enski boltinn

Tottenham leikur heimaleiki sína á Wembley út október

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Framkvæmdir í fullum gangi.
Framkvæmdir í fullum gangi. vísir/getty
Tottenham Hotspur mun leika heimaleiki sína á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, töluvert lengur en upphaflega var áætlað þar sem tafir hafa orðið á framkvæmdum við nýjan heimavöll félagsins.

Allir heimaleikir liðsins á síðustu leiktíð fóru fram á Wembley en stefnan var sett á að hefja leik á nýuppgerðum leikvangi þann 15.september næstkomandi þegar Tottenham fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Í gær gaf Lundúnarliðið hins vegar út yfirlýsingu þar sem segir að af því verði ekki og er stefnan nú sett á 28.október þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta í heimsókn til Tottenham.

Félagið er þó ekki tilbúið að lofa því að nýi leikvangurinn verði klár í tæka tíð fyrir þann leik. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×