Enski boltinn

Enginn séra Jón hjá Liverpool: Létu lögregluna vita af hegðun Mo Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungur drengur hljóp inn á völlinn um helgina og faðmaði Mohamed Salah.
Ungur drengur hljóp inn á völlinn um helgina og faðmaði Mohamed Salah. Vísir/Getty
Mohamed Salah er vinsælasti leikmaður Liverpool í dag eftir stórkostlegt fyrsta tímabil hans á Anfield þar sem Mo var gjörsamlega óstöðvandi og skoraði 44 mörk.

Vinsældir Mohamed Salah og mikilvægi hans fyrir Liverpool kalla þó á enga sérmeðferð þegar kemur að því að hegða sér eins og maður utan vallar.





Liverpool var ekkert að reyna að fela það þegar myndband fór í dreifingu þar sem Mohamed Salah sést vera að tala í síma og að keyra á sama tíma.

Liverpool tilkynnti þetta til lögreglunnar í borginni og Merseyside-lögreglan staðfesti það á Twitter eins og sést hér fyrir neðan:





Mohamed Salah sást setja mörg ung börn í hættu með einbeitingarleysi sínu því bíll hans er umkringdur ungum aðdáendum en hann er bara í símanum.

Forráðamenn Liverpool funduðu með Mohamed Salah um málið og ákváðu í framhaldinu að senda tilkynningu til lögreglunnar. Talsmaður sagði BBC að það sé ætlunin að taka á þessu innanhúss.

Hvorki félagið eða Mohamed Salah munu tjá sig frekar um þetta mál.

Lögreglan hefur viðkomandi deild fá þetta mál í hendurnar og Mohamed Salah gæti fengið einhverja sekt. Hann passar sig vonandi síðan á þessu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×