Enski boltinn

Man Utd undirbýr langtímasamning fyrir De Gea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mun verja mark Man Utd næstu árin
Mun verja mark Man Utd næstu árin vísir/getty
Forráðamenn Manchester United undirbúa nú samningstilboð fyrir spænska markvörðinn David De Gea og eru vongóðir um að þessi öflugi markvörður sé nú tilbúinn að semja til margra ára við enska stórveldið.

Ástæðan er einföld; kaup Real Madrid á Thibaut Courtois þýða væntanlega það að spænska liðið er hætt að eltast við De Gea eftir að hafa reynt að tæla hann frá Manchester undanfarin ár.

De Gea á tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum við Man Utd en samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar má þessi 27 ára gamli markvörður eiga von á stóru samningstilboði á næstu vikum.

Sjö ár eru liðin síðan De Gea var keyptur til Man Utd frá Atletico Madrid fyrir 18,9 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×