Erlent

Tugir hermanna í haldi Talibana

Samúel Karl Ólason skrifar
Afganskir hermenn að störfum.
Afganskir hermenn að störfum. Vísir/AP
Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. Minnst fjórtán stjórnarhermenn voru felldir í árásinni, fimmtán særðust og talið er að tugir hafi verið handsamaðir. Hundrað hermenn voru í herstöðinni þegar árásin gegn henni hófst á sunnudaginn. Einhverjir þeirra munu þó hafa flúið.



Árásin átti sér stað í Faryab-héraði en einn af æðstu embættismönnum héraðsins segir hermennina hafa grátbeðið um liðsauka og stuðning úr lofti. Engin aðstoð hafi borist.



Talibanar gerðu einnig árás á borgina Ghazni á dögunum þar sem herinn hefur staðið í umfangsmiklum aðgerðum síðan á föstudaginn. Bardagar standa enn yfir í borginni.

Frá því að Bandaríkin og önnur NATO ríki bundu enda á bardaga sína í Afganistan hafa stjórnvöld í Kabúl átt erfitt með að stöðva árásir Talibana og annarra vígamanna. Afganski herinn glímir við umfangsmikil vandræði þar sem hermenn eru undir gífurlegum þrýstingi víða um landið og margir hverjir hafa yfirgefið stöður sínar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×