Enski boltinn

Hörundssár Petr Cech tók stríðninni illa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Vísir/Getty
Petr Cech og Bayer Leverkusen lentu í smá karpi á samfélagsmiðlum eftir að tékkneski markvörðurinn var næstum því búinn að senda boltann í eigið mark um helgina.

Petr Cech, markvörður Arsenal, hafði nóg að gera í tapleik Arsenal á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var þó ekki um að ræða skothríð frá ensku meisturunum heldur fékk Petr Cech mikið af sendingum til baka.

Í eitt skiptið var Petr Cech næstum því búinn að senda boltann innanfótar í eigið mark og það fór ekki framhjá neinum að honum leið ekkert allof vel að sjá svona mikið af boltanum í þessum leik.

Það var sem dæmi aðeins einn útileikmaður Arsenal sem kom oftar við boltann í leiknum en Petr Cech. Það var miðjumaðurinn Mattéo Guendouzi.

Bernd Leno er varamarkvörður Arsenel en félagið keypti hann frá Bayer Leverkusen í sumar.

Eftir þetta ótrúlega atvik þegar Cech var næstum því búinn að skora sjálfsmark þá freistuðust þeir hjá Bayer Leverkusen til að stríða Tékkanum aðeins á Twitter.





Bayer Leverkusen setti þá myndband af marki Bayer Leverkusen sem kom eftir sókn sem hófst á því að umræddur Bernd Leno spilaði boltanum út frá sínu marki.

Undir myndbandinu stóð síðan: „Ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig á að spila boltanum frá markinu sínu...“

Petr Cech tók þessu mjög illa og kallaði þetta innlegg frá Bayer Leverkusen sorglegt. Hann gagnrýndi það líka að því fylgdi ekki mikil fagmennska.





Bayer Leverkusen svaraði síðan hörundssárum viðbrögðum tékkneska markvarðarins undir twitter-færslu Cech. Þjóðverjarnir sögðu að Cech hafi tekið þessu gríni þeirra full persónulega.

„Hæ Petr. Það lítur út fyrir að brandarinn okkar um að vilja sjá Leno spila, okkar fyrrum leikmann, hafi verið tekinn miklu persónulegra/alvarlegra en ætlun okkar var. Þetta var bara smá stríðni,“ sagði á twitter síðu Bayer Leverkusen þar sem Þjóðverjarnir notuðu líka tækifærið og hrósuðu Petr Cech.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×