Enski boltinn

Viðskiptaleysi Tottenham nýtt met: „Þurfa að gera töluvert betur til að vinna titla“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Tottenham setti met í sumar í ensku úrvalsdeildinni. Þeir gerðu engin viðskipti í félagsskiptaglugganum, keyptu ekki leikmann né seldu.

„Það hefur verið mikið talað um það núna upp á síðkastið en ég held að Pochettino [stjóri Tottenham] sé þokkalega sáttur við sinn hóp. Hann heldur sínum hóp áfram og heldur áfram að vinna eftir sínu skipulagi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn sérfræðinga Messunnar á Stöð 2 Sport þegar viðskipti Tottenham voru rædd.

Tottenham var nokkuð langt frá því að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili. Sérfræðingarnir veltu fyrir sér hvort að þá hefði ekki verið það eðlilega í stöðunni að styrkja leikmannahópinn til þess að geta þá gert atlögu að titlinum í ár.

„Það er líka oft talað um það hvað sé gott fyrir leikmannahópinn að koma með smá hristingar. Fá eitt, tvö ný andlit inn í búningsklefan sem geta breytt aðeins til,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.

„Þeir þurfa að gera töluvert, töluvert betur ef þeir ætla að vinna einhverja titla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×