Fótbolti

Albert fékk skemmtilega kveðju frá Jóhanni Berg á blaðamannafundinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson tók líklega upp kveðjuna á símann sinn.
Jóhann Berg Guðmundsson tók líklega upp kveðjuna á símann sinn. Vísir/Getty
Albert Guðmundsson skrifaði í dag undir samning hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar en íslenski framherjinn hefur verið í herbúðum PSV undanfarin ár.

Albert var kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag og þar var ljóst á öllu að AZ Alkmaar býst við miklu af íslenska landsliðsmanninum.

Albert Guðmundsson er alls ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með liði AZ Alkmaar en einn af þeim sem hefur gert þar garðinn frægann en Jóhann Berg Guðmundsson sem er nú að gera það gott með Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg tók upp kveðju til Alberts sem var spiluð á blaðamannafundinum í dag en Jóhann er mjög sáttur með að sjá landa sinn hjá sínu gamla félagi.

Jóhann Berg ávarpaði Albert á ensku fyrir utan fyrstu kveðjuna sem var á íslensku.

„Ég vil óska þér til hamingju með samninginn við AZ Alkmaar. Þetta er frábær klúbbur með æðislega stuðningsmenn og borgin er líka mjög fín. Ég veit að þú átt eftir að njóta þín þarna,“ sagði Jóhann Berg.

„Ég veit líka að stuðningsmenn AZ Alkmaar munu njóta þess að sjá þig spila með liðinu því ég veit að þú ert frábær fótboltamaður. Núna get ég ekki beðið eftir að sjá leiki með AZ Alkmaar,“ sagði Jóhann Berg.

Jóhann Berg Guðmundsson lék með AZ-liðinu frá 2009 til 2014. Hann spilaði alls 172 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og skoraði i þeim 25 mörk.

Það má sjá alla kveðjuna hans Jóhanns hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×