Fótbolti

Hannes og félagar úr leik í Meistaradeildinni en gætu mætt Val í Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes reiður á HM.
Hannes reiður á HM. vísir/getty

Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli við Bate Borisov í síðari leik liðanna í kvöld.

Qarabag tapaði fyrri leiknum á heimavelli 1-0 og það var ljóst að þeirra biði erfitt verkefni í Hvíta-Rússlandi enda leikmenn Bate þaulvanir Evrópukeppnum.

Mirko Ivanic kom Bate yfir á tuttugustu mínútu og því þurftu Hannes og félagar tvö mörk til að komast áfram. Michel jafnaði metin á 54. mínútu og staðan orðin betri.

Innocent Emeghara, framherji Qarabag, fékk hins vegar sitt annað gula spjald á 77. mínútu og þar með rautt. Það gerði Qarabag erfitt fyrir og lokatölur 1-1.

Bate er því komið áfram í fjórðu umferð forkeppninnar, samanlagt 2-1, en Qarabag er úr leik í Meistaradeildinni. Þeir fara þó í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og mæta þar annað hvort Val eða Sheriff.

Valur er 1-0 undir gegn Sheriff í því einvígi en síðari leikur liðanna fer fram á Origo-vellinum á fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.