Körfubolti

U16 keyrðu yfir Kýpur í framlengingu og eru komnir í átta liða úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst þjálfar U16.
Ágúst þjálfar U16. vísir/ernir
Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri vann tíu stiga sigur á Kýpur, 88-78, eftir framlengingu. Sigurinn tryggir strákunum sæti í 8-liða úrslit í B-deildinni á EM.

Ísland byrjaði af miklum krafti og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir gáfu aðeins eftir í öðrum leikhluta en leiddu þó með tveimur stigum í hálfleik, 32-30.

Jafnræði var með liðunum í þriðja og fjórða leikhluta en þriggja stiga karfa Kýpverja fimm sekúndum fyrir leikslok tryggði þeim framlengingu. 74-74 eftir venjulegan leiktíma.

Í framlengingunni höfðu strákarnir okkar mun meiri orku en Kýpverjar. Strákarnir settu í fluggír og unnu framlenginguna með tíu stigum, 14-4, og þar af leiðandi leikinn 88-78.

Með sigrinum endaði Ísland i öðru sæti riðilsins, stigi á eftir Póllandi, en strákarnir eru því komnir í átta liða úrslit þar sem þeir mæta heimamönnum í Bosníu. Leikið er á fimmtudag.

Friðrik Jónsson og Hilmir Hallgrímsson skoruðu ellefu stig og Ólafur Gunnlaugsson gerði tíu. Gabriel Boama gerði níu og Þorvaldur Árnason átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×