Körfubolti

U16 keyrðu yfir Kýpur í framlengingu og eru komnir í átta liða úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst þjálfar U16.
Ágúst þjálfar U16. vísir/ernir

Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri vann tíu stiga sigur á Kýpur, 88-78, eftir framlengingu. Sigurinn tryggir strákunum sæti í 8-liða úrslit í B-deildinni á EM.

Ísland byrjaði af miklum krafti og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir gáfu aðeins eftir í öðrum leikhluta en leiddu þó með tveimur stigum í hálfleik, 32-30.

Jafnræði var með liðunum í þriðja og fjórða leikhluta en þriggja stiga karfa Kýpverja fimm sekúndum fyrir leikslok tryggði þeim framlengingu. 74-74 eftir venjulegan leiktíma.

Í framlengingunni höfðu strákarnir okkar mun meiri orku en Kýpverjar. Strákarnir settu í fluggír og unnu framlenginguna með tíu stigum, 14-4, og þar af leiðandi leikinn 88-78.

Með sigrinum endaði Ísland i öðru sæti riðilsins, stigi á eftir Póllandi, en strákarnir eru því komnir í átta liða úrslit þar sem þeir mæta heimamönnum í Bosníu. Leikið er á fimmtudag.

Friðrik Jónsson og Hilmir Hallgrímsson skoruðu ellefu stig og Ólafur Gunnlaugsson gerði tíu. Gabriel Boama gerði níu og Þorvaldur Árnason átta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.