Lífið

Sjáðu Heru Hilmars í nýrri stiklu þáttanna The Romanoffs

Atli Ísleifsson skrifar
Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Ondine.
Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Ondine.

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir er á meðal þeirra sem birtist í nýrri stiklu þátta Amazon, The Romanoffs, sem frumsýndir varða þann 12. október. Aðalsprauta þáttanna er Matthew Weiner sem þekktastur er fyrir að hafa skapað hina margverðlaunuðu þætti, Mad Men.

Fjölmargir vel þekktir leikarar koma ásamt Heru fram í stiklunni, meðal annars Diane Lane, Noah Wyle, Ron Livingston, Aaron Eckhart, Christina Hendricks, Amanda Peet, og Paul Reiser.

Í þáttaröðinni eru sagðar sögur fólks sem allt á það sameiginlegt að það telur sem vera afkomendur rússnesku konungsfjölskyldunnar.

Áður hefur verið greint frá því að Hera fari með hlutverk Ondine, „tignarlegrar veru sem er fær um illsku“, í þætti sem ber nafnið The One That Holds Everything.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.