Enski boltinn

Fabinho: Mjög gott fyrir liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabinho á æfingu með Liverpool.
Fabinho á æfingu með Liverpool. vísir/getty
Fabinho, nýr miðjumaður Liverpool, er ekkert að stressa sig á því þótt að hann hafi ekki komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Brasilíumaðurinn kom til Liverpool til að berjast fyrir sæti sínu og vissi að hann myndi ekki ganga beint inn í liðið.

„Þegar ég kom til Liverpool vissi ég að það væri mikil samkeppni á miðsvæðinu og ég held að það sé mjög gott fyrir liðið,” sagði Fabinho í samtali við fjölmiðla:

„Ef eitthvað gerist þá er hægt að fylla það upp. Á undirbúningstímabilinu spilaði ég með mörgum mismunandi leikmönnum og það gekk mjög vel. Það er gott fyrir liðið.”

„Ég held að frammistaða mín hafi verið góð. Þetta er öðruvísi leikstíll en hjá Mónakó; þar spiluðum við tveir á miðsvæðinu en hér erum við þrír. Félagar mínir á miðsvæðinu hafa gefið mér góð ráð.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×