Tónlist

Búið að fylla í skarð Cardi B

Bergþór Másson skrifar
Rapparinn Cardi B
Rapparinn Cardi B Vísir/Getty
Bruno Mars hefur loksins fundið einhvern til þess að koma í stað Cardi B á tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin, eftir að hún hætti við túrinn til að sinna móðurhlutverkinu. Ciara, Boyz II Men, Ella Mai og Charlie Wilson munu fylgja Bruno um Bandaríkin í stað Cardi.

Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að illa gengi að fylla í skarð Cardi með svo stuttum fyrirvara.

Bruno veit greinilega alveg hvað hann er að gera og valdi þessa fjóra tónlistarmenn með það að sjónarmiði að hafa eitthvað fyrir alla.

Ciara og Ella Mai eru vinsælar poppsöngkonur á meðan Boyz II Men og Charlie Wilson eru af gamla skólanum og hafa verið að gera R&B tónlist í mörg ár.

Hér má sjá tilkynningu Bruno á Instagram.

 
Hath the game changeth???

A post shared by Bruno Mars (@brunomars) on Aug 14, 2018 at 3:00pm PDT


Tengdar fréttir

Gengur illa að fylla í skarð Cardi B

Rapparinn Cardi B er hætt við að koma með Bruno Mars í tónleikaferðalag. Honum gengur illa að finna annan tónlistarmann til þess að fylla í skarð hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×