Enski boltinn

Brendan Rodgers öfundar Liverpool: „Þetta eru engin geimvísindi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. Vísir/Getty

Celtic komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers var með afsökunina á reiðum höndum og benti mönnum á sitt gamla félag Liverpool.

Brendan Rodgers mistókst að koma Celtic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þriðja árið í röð en liðið datt út á móti AEK Aþenu í gær.

Svekkelsið var mikið en ástæðan var augljós að mati stjórans. Jose Mourinho er nefnilega langt frá því að vera eini stjórinn sem er pirraður út í stjórnina sína.

Celtic styrkti liðið sitt ekki mikið fyrir þetta tímabil og Brendan Rodgers vildi frá meiri liðstyrk.

„Lið verða alltaf að passa sig á því að verða ekki of ánægð með sig. Þau gera það með því að bæta við sig nýjum leikmönnum. Það er nokkuð augljóst að þú þarft alltaf að vera leita leiða til að bæta þig,“ sagði Brendan Rodgers og þessi fyrrum stjóri Liverpool horfir öfundaraugum til síns gamla félags. BBC segir frá.

„Við þurfum bara að horfa á Liverpool sem komst í úrslitaleik meistaradeildarinnar en fylgdi því eftir með því að eyða miklum pening í að styrkja sig,“ sagði  Brendan Rodgers.

„Það eru engin geimvísindi að segja að Celtic hafi þurft að styrkja sig til að komast í Meistaradeildina í ár,“ sagði Rodgers.

Þetta er í fyrsta sinn sem Celtic kemst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu en undir hans stjórn hefur Celtic unnið skosku deildina tvisvar og alls sex titla á tveimur tímabilum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.