Fótbolti

La Liga í beinni á Facebook

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lionel Messi verður í beinni á Facebook.
Lionel Messi verður í beinni á Facebook. vísir/getty
Samskiptamiðillinn Facebook hefur tryggt sér sýningarrétt að spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Indlandi og öðrum nágrannalöndum og mun hafa einkarétt á öllum leikjum deildarinnar næstu þrjú árin.

Knattspyrnuáhugamenn á Indlandi, Afganistan, Bangladesh, Bútan, Nepal, Maldíveyjum, Pakistan og Srí Lanka munu geta horft frítt á leiki La Liga í gegnum Facebook en fólk annars staðar í heiminum mun ekki geta horft á leikina í gegnum samskiptamiðilinn.

270 milljónir Indverja eru á Facebook.

Á undanförnum árum hafa samskiptamiðlar í auknum mæli reynt að koma sér inn á þennan markað og er hafnaboltinn í Bandaríkjunum til að mynda sýndur í gegnum Facebook. Þá eru blikur á lofti varðandi ensku úrvalsdeildina og talið að yfirstandandi leiktíð sé sú síðasta þar sem allir leikir deildarinnar eru seldir til sjónvarpsstöðva.

Í Bandaríkjunum hefur NFL deildin einnig farið þessa leið en Amazon sýnir frá nokkrum leikjum deildarinnar og hafði betur í samkeppni við Twitter, YouTube og Verizon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×