Innlent

Ágúst Valfells verður forseti tækni- og verkfræðideildar HR

Kjartan Kjartansson skrifar
Ágúst Valfells, nýr forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Ágúst Valfells, nýr forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið Ágúst Valfells sem forseta tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af Guðrúnu Sævarsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2011.

Ágúst lauk doktorsprófi í kjarnorkuverkfræði frá University of Michigan árið 2000 og prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1993, að því er segir í tilkynningu frá HR. Eftir doktorspróf vann Ágúst hjá University of Maryland og Orkustofnun.

Frá árinu 2005 hefur hann unnið við kennslu og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík. Ágúst hefur einkum fengist við rannsóknir á öreindahröðlum og orkumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×