Lífið

Undir trénu vinnur til verðlauna á kvikmyndahátíð í Rúmeníu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu, Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins, á rauða dreglinum í Feneyjum.
Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu, Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins, á rauða dreglinum í Feneyjum. Vísir/Getty
Kvikmyndin Undir trénu hlaut aðalverðlaun Anonimul-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastlðna helgi.

Verðlaunin voru kosin af áhorfendunum og veitti leikstjóri myndarinnar, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, verðlaununum viðtöku. Þetta eru áttundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. 

Undir trénu opnaði einnig í rúmenskum kvikmyndahúsum um liðna helgi auk þess sem hún var tekin til sýninga í Bretlandi á sama tíma.

Gagnrýnendur í Bretlandi eru mjög jákvæðir og fær myndin t.a.m 4 stjörnur í The Independent.

Undir trénu verður tekin til sýninga í frönskum kvikmyndahúsum fimmtudaginn 16. ágúst. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×