Erlent

Minnst 48 féllu í árás í Kabúl

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjúkraflutningamenn aðstoða ungan mann sem særðist í árásinni.
Sjúkraflutningamenn aðstoða ungan mann sem særðist í árásinni. Vísir/AP

Minnst 48 féllu þegar sjálfsmorðsárás var gerð á skóla í hverfi sjíta í Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. 67 eru særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Talibanar segjast saklausir. Óttast er að tala látinna muni hækka en árásin beindist gegn ungmennum sem voru að læra fyrir háskólapróf.

Heimamenn hafa sakað Íslamska ríkið um árásina en hryðjuverkasamtökin hafa gert sambærilegar árásir að undanförnu. Jaswad Ghawari, embættismaður í borginni, segir minnst þrettán árásir hafa verið gerðar gegn sjítum í Kabúl á síðustu tveimur árum.

Bæði Talibanar og ISIS-liðar telja sjíta vera villutrúarmenn.

Íbúar Afganistan hafa þurft að glíma við mikið ofbeldi að undanförnu og hefur Talibönum vaxið ásmegin í átökunum sínum við ríkisstjórn landsins. Undanfarin vika hefur verið sérstaklega blóðug.

Hættir að vernda Rauða krossinn
Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir myndu hætta að leyfa starfsmönnum Rauða krossins að ferðast óáreittir um landið. Þeir segja hjálparsamtökin ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar varðandi það að hjálpa Talibönum sem sitja í fangelsum í Kabúl.

Samkvæmt BBC eiga sér nú stað viðræður á milli Rauða krossins og Talibana um að endurvekja samkomulagið. Meðal þess sem Rauði krossinn hefur gert er að kenna vígamönnum Talibana skyndihjálp og hjálpað til við að koma líkum beggja fylkinga til skila.
 


Tengdar fréttir

Mikið mannfall í bardögum í Afganistan

Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.