Erlent

Mögulegt að nota þráðlaust net við vopnaleit

Kjartan Kjartansson skrifar
Hægt er að nýta bylgjur frá netbeinum til að finna vopn og sprengjur. Tæknininni svipar til radarmælinga.
Hægt er að nýta bylgjur frá netbeinum til að finna vopn og sprengjur. Tæknininni svipar til radarmælinga. Vísir/Getty

Rannsókn bandarískra vísindamanna bendir til þess að hægt sé að nota venjulegt þráðlaust net til þess að finna vopn og sprengjur á opinberum stöðum. Netið væri þannig hægt að nota sem ódýrt öryggiseftirlit á stöðum eins og flugvöllum, söfnum og íþróttaleikvöngum.

Merkið frá þráðlausu neti getur farið í gegnum töskur og fatnað. Með því að mæla áhrifin á geislana þegar þeir endurvarpast af hlutum er hægt að mæla stærð málmhluta og rúmmál vökva, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Tilraunir vísindamanna undir forystu Rutgers-háskóla í New Jersey benda til þess að tæknin sé áreiðanleg í 95% tilvika. Áreiðanleikinn er allt að 99% fyrir hættulega hluti, 98% fyrir málmhluti og 95% fyrir vökva. Nákvæmnin minnkaði niður í 90% af hlutunum var pakkað inn í töskur.

Aðeins þyrfti þráðlaust tæki með tveimur til þremur loftnetum til að nýta þráðlaust net við öryggisleit. Auðveldlega er hægt að nota núverandi þráðlaus net á opinberum stöðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.