Enski boltinn

Chelsea lánar hann í sjöunda sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenneth Omeruo í leik á móti Íslandi á HM.
Kenneth Omeruo í leik á móti Íslandi á HM. Vísir/Getty
Nígeríski landsliðsmaðurinn Kenneth Omeruo telst leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en eins og áður fær hann ekki að spila með liðinu.

Chelsea hefur nú lánað Kenneth Omeruo til spænska úrvalsdeildarliðsins Leganes.





Þetta er í sjöunda sinn sem Chelsea lánar Kenneth Omeruo en hann hefur enn ekki náð að spila leik fyrir aðallið Chelsea.

Kenneth Omeruo lék með Nígeríu á HM og átti meðal annars mjög góðan leik á móti Íslandi.

Kenneth Omeruo var í láni hjá tyrkneska félaginu Kasimpasa í fyrra en Chelsea hafði áður sent hann á láni til ADO Den Haag í Hollandi, Middlesbrough í Englandi (tvisvar) og Alanyaspor í Tyrklandi.





Omeruo fékk nýjan samning hjá Chelsea í byrjun síðasta tímabils og nær hann til ársins 2020.

Kenneth Omeruo getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður en hann á að baki 40 landsleiki fyrir Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×