Lífið

Sturla Atlas og Steinunn trúlofuð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sturla Atlas er eitt þekktasta nafnið í íslensku rappi í dag.
Sturla Atlas er eitt þekktasta nafnið í íslensku rappi í dag. Vísir/Eyþór

Hip-hop tónlistarmaðurinn og rapparinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas, er nýtrúlofaður unnustu sinni, Steinunni Arinbjarnardóttur leiklistarnema. Þetta kemur fram í færslu sem rapparinn setti inn á Instagram nú fyrr í kvöld.

Sturla Atlas er hip-hop áhugafólki Íslands vel kunnugur en hann hefur verið viðloðandi rappsenu Reykjavíkur frá því hann gaf út sín fyrstu lög, Over Here og San Francisco, árið 2015. Síðan þá hefur hann verið iðinn við kolann og gefið út fjöldamörg lög og plötur sem hafa fengið góðar viðtökur íslenskra tónlistarunnenda. 
just engaged
A post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.