Lífið

Kórar Íslands fá ný andlit

Friðrik Dór Jónsson mun halda áfram um stjórnartaumana í Kórum Íslands eins og hann gerði svo vel á síðasta ári.
Friðrik Dór Jónsson mun halda áfram um stjórnartaumana í Kórum Íslands eins og hann gerði svo vel á síðasta ári.
„Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjalasmiður og margreyndur sjónvarpsdómari.

Hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands.

Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana.
Hann og Helga Margrét Marz­elíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut.

Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári.

Einar Bárðarson Kia gullhringurinn hjólreiðar
„Það er spennandi að vera kominn aftur í dómarasætið eftir heilbrigða fjarveru,“ segir Einar.

Hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X-factor.

„Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við.

Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, 19 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði.


Tengdar fréttir

Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti

Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×