Lífið

Komst lífs af eftir að hafa verið ýtt af 18 metra hárri brú

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jordan Holgerson var ýtt af 18 metra hárri brú af vinkonu sinni.
Jordan Holgerson var ýtt af 18 metra hárri brú af vinkonu sinni.
Jordan Holgerson, 16 ára stúlka frá Washingtonríki í Bandaríkjunum, segist heppin að vera á lífi eftir að vinkona henni ýtti henni af brú. Holgerson féll 18 metra áður en hún lenti í ánni sem brúin lá yfir.

Holgerson og vinkona henna, Taylor Smith, voru staddar á brúnni í þeim tilgangi að stökkva út í ánna, en þegar á brúnina var komið snerist Holgerson hugur. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sagðist  Holgate ekki vilja stökkva og sést þá er Smith tók upp á því að ýta henni af brúnni. Því næst féll Holgerson tæpa tuttugu metra niður með þeim afleiðingum að hún braut sex rifbein og bæði lungu hennar féllu saman.





Móðir stúlkunnar, Genelle Holgerson, hefur tjáð sig um atvikið: „Hún er heppin að vera ekki lömuð, eða jafnvel dáin. Við erum ótrúlega fegin að hún muni ná bata og beið ekki varanlegan skaða.“

Fjölskylda stúlkunnar íhugar nú hvort sækja eigi Smith til saka fyrir athæfið og hafa fengið lögfræðinga til að meta það. Sjálf hefur Smith beðist afsökunar á athæfinu og segist átta sig á því að þetta hafi verið „fáránlegur hlutur til að gera.“

Margir nákomnir fjölskyldunni telja þó að Smith sjái ekki mikið eftir því sem hún gerði en hún kom ekki að heimsækja Holgerson á sjúkrahúsið sem hún dvaldi á, heldur sendi henni eingöngu afsökunarbeiðni í gegnum samfélagsmiðla.

Holgerson er nú útskrifuð af sjúkrahúsinu en móðir hennar segir hana þjást af kvíðaköstum eftir atvikið, sem geri henni erfitt að anda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×