Fótbolti

PSG keypti fyrirliða þýska 21 árs landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thilo Kehrer.
Thilo Kehrer. Vísir/Getty

Thilo Kehrer er nýjasti leikmaður franska stórliðsins Paris Saint Germain sem keypti þýska varnarmanninn í dag.

PSG borgaði Schalke 37 milljónir evra fyrir þenann 21 árs gamla varnarmann og leikmaðurinn skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning.

Thilo Kehrer hefur vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Schalke og þá er hann einnig fyrirliði þýska 21 árs landsliðsins. Með hann í fararbroddi náði Schalke 04 öðru sætinu í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.

„Allir í Evrópu vita hversu öflugt og spennandi Paris St-Germain verkefnið er,“ sagði Thilo Kehrer við heimasíðu Paris Saint Germain.

„Það er með mikilli ánægju og af miklum metnaði sem ég skrifa undir hjá Paris Saint-Germain í dag. Ég gæti ekki hugsað mér betra félag til að hjálpa mér við að ná markmiðum mínum í fótboltanum,“ sagði Thilo Kehrer.Thilo Kehrer skoraði 4 mörk í 59 leikjum með Schalke í öllum keppnum. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í vörninni sem og inná miðjunni.

„Nokkur stór félög voru að eltast við undirskrift hans en hann valdi Paris Saint-Germain,“ sagði Nasser Al-Khelaïfi, stjórnarformaður PSG.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.