Innlent

Skjálftar í Torfajökulsöskjunni og Bárðarbungu

Atli Ísleifsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm

Skjálfti af stærðinni 3,3 varð í vestanverðri Torfajökulsöskjunni klukkan 16:27 nú síðdegis.

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi fundist í Landmannalaugum. „Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói. Skjálftar af svipaðri stærðargráðu hafa áður mælst á þessu svæði,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Þá varð einnig skjálfti af stærðinni 3,5 um 2,7 kílómetrum norðaustur af Bárðarbungu klukkan 15:05 í dag. Engir eftirskjálftar fylgdu og ekki hefur orðið vart við gosóróa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.