Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Tvær andanefjur sitja fastar í fjörunni í Engey og reynir hópur fólks nú að halda lífi í hvölunum þar til háflóð kemur klukkan 22 í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2, Elísabet Inga Sigurðardóttir, verður á svæðinu í kvöld og mun fylgjast með björgunaraðgerðum í beinni útsendingu.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um stöðuna á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lágmarksmönnun. Við ræðum við formann Lögreglufélags Reykjavíkur sem segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart.

Við fjöllum einnig um íbúakosningu í Árborg en á síðustu stundu breytti bæjarstjórn framkvæmd kosninganna og því uppi vangaveltur um lögmæti kosninganna. Við ræðum við forseta bæjarstjórnar Árborgar í beinni útsendingu.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um viðbrögð sambandsins eftir Metoo-byltingu íþróttakvenna. Hún segir meðal annars til skoðunar hvort banna eigi þátttakendur sem hafa verið fundnir sekir um kynferðisbrot, frá keppnum og æfingum innan vébanda ÍSÍ.

Einnig verður rætt við Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landliðsmarkvörð, sem segir fyrrverandi landliðsþjálfara íslenska kvennalandliðsins í fótbolta hafa reynt að lokka leikmenn upp á herbergi til sín í landliðsferð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×