Enski boltinn

Lukaku hyggst hætta með landsliðinu eftir EM 2020

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lukaku er í algjöru lykilhlutverki í landsliði Belgíu.
Lukaku er í algjöru lykilhlutverki í landsliði Belgíu. vísir/getty
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku segir frá því í viðtali við Business Insider að hann stefni á að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM alls staðar 2020.

Lukaku hefur tekið þátt í tveimur lokakeppnum HM og var spurður að því hvort hann stefndi að því að taka þátt í þeirri þriðju; í Katar árið 2022.

„Ég held ég muni hætta eftir EM,“ er haft eftir Lukaku.

Ummælin vekja töluverða athygli í ljósi þess að þarna verður Lukaku á besta aldri, 27 ára gamall, en hann er fæddur í maí árið 1993.

Lukaku er markahæsti landsliðsmaður Belgíu frá upphafi en hann hefur skorað 40 landsliðsmörk í 75 A-landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×