Lífið

Ariana Grande heiðraði Aretha Franklin með þessum flutningi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegur flutningur hjá Grande í þætti Jimmy Fallon í gærkvöld.
Fallegur flutningur hjá Grande í þætti Jimmy Fallon í gærkvöld.
Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi.

Aretha gaf út 42 plötur á lífsleiðinni. Þá fyrstu árið 1956, fjórtán ára gömul í gegnum kirkju föður síns, og þá síðustu árið 2017, 75 ára.

Grammy verðlaun Arethu eru 18 talsins og hefur hún selt yfir 75 milljón platna út um allan heim.

Vinsælustu lög hennar eru smellir á borð við: I Say A Little Prayer, (You Make Me Feel Like) A Natural Woman og Son of a Preacher Man. Söngkonan Ariana Grande var gestur hjá Jimmy Fallon í gærkvöldi og flutti hún lagið A Natural Women með hljómsveitinni The Roots og var flutningurinn stórbrotinn.

Franklin snerti við nánast öllum söngkonum í bransanum og gaf þeim innblástur. Grande er greinilega ein af þeim en flutninginn má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×