Lífið

Aretha Franklin og Elvis Presley létust á sama degi með 41 árs millibili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tvær goðsagnir sem féllu frá 16. ágúst.
Tvær goðsagnir sem féllu frá 16. ágúst.
Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi.

Franklin lést þann 16. ágúst árið 2018, á sama degi og Elvis Presley en hann lést árið 1977.

Þessar stórstjörnur létust því nákvæmlega með 41 árs millibili. Elvis lést af völdum hjartaáfalls en hann hafði þá glímt við pillufíkn í mörg ár.

Mörg þúsund manns minnast Aretha Franklin á samfélagsmiðlum í dag og í gær en Franklin var ein besta söngkona sögunnar.


Tengdar fréttir

Aretha Franklin alvarlega veik

Söngkonan sem er þekkt sem Sálardrottningin er 76 ára gömul. Hún er nú á sjúkrahúsi umkringd fjölskyldu og vinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×