Fótbolti

Leið yfir aðra þeirra sem stjórnaði drættinum í Meistaradeild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er keppt um þennan bikar í Meistaradeild kvenna.
Það er keppt um þennan bikar í Meistaradeild kvenna. Vísir/Getty
Hlé varð gert á drættinum í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna skömmu eftir að Þór/KA hafði dregist á móti þýska liðinu Wolfsburg.

Mörgum brá í brún þegar önnur umsjónarkona dráttarins hneig niður. Það var strax klippt á netútsendinguna og hlé var gert á drættinum. Þá voru aðeins þrjú félög eftir í pottinum.

Fulltrúi Þór/KA-liðsins á staðnum staðfesti það á Twitter-reikningi Þór/KA-liðsins að það sé í lagi með hana en allir höfðu þá verið sendir út á gang.





Drátturinn hélt síðan áfram eftir um fimmtán mínútna hlé og síðasti staðfesti leikurinn var á milli Lilleström frá Noregi og rússneska liðsins Zvezda.

Leikir 32 liða úrslitanna eru eftirtaldir:

Honka [Finnland] - Zürich [Sviss]

Fiorentina [Ítalía] - Fortuna Hjørring [Danmörk]

Ajax [Holland] - Sparta Prag [Tékkland]

Avaldsnes [Noregur] - Lyon [Frakkland]

Ryazan-VDV [Rússland] - Rosengård [Svíþjóð]

Juventus [Ítalía] - Bröndby [Danmörk]

SFK 2000 [Bosnía] - Chelsea [England]

Atlético Madrid [Spánn] - Manchester City [England]

Þór/KA [Ísland] - VfL Wolfsburg [Þýskaland]

Gintra Universitetas [Litháen] - Slavia Prag [Tékkland]

BIIK Kazygurt [Kasakstan] - Barcelona [Spánn]

Barcelona [Kýpur] - Glasgow City [Skotland]

Spartak Subotica [Serbía] - Bayern München [Þýskaland]

St. Pölten [Austurríki] - Paris Saint-Germain Frakkland]

Zhytlobud-1 Kharkiv [Úkraína] - Linköping [Svíþjóð}

LSK Kvinner [Noregur] - Zvezda-2005 Perm [Rússland]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×