Markalaust hjá Cardiff og Newcastle

Einar Sigurvinsson skrifar
Nathaniel Mendez-Laing mætir Jonjo Shelvey í leiknum í dag.
Nathaniel Mendez-Laing mætir Jonjo Shelvey í leiknum í dag. Vísir/Getty
Cardiff og Newcastle skildu jöfn þegar liðin mætturí opnunarleik 2. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram í Wales og endaði 0-0.

Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, var ekki í leikmannahópi Cardiff en hann er frá vegna hnémeiðsla.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og gerðist fátt markvert.

Á 67. mínútu var Isaac Hayden rekinn af velli fyrir brot á  Josh Murphy. Hann hafði komið inn í lið Newcastle í hálfleik og tókst því aðeins að spila 22 mínútur.

Á síðustu sekúndum leiksins fékk Newcastle vítaspyrnu og gullið tækifæri til þess að vinna leikinn. Boltinn fór í höndina á Sean Morrison og vítaspyrna dæmd. Kennedy, sem átti ekki sendingu á samherja í fyrri hálfleik steig á punktinn en Neil Etheridge varði frá honum spyrnuna.

Í fyrstu umferð tapaði Newcastle fyrir Tottenham og Cardiff fyrir Bournemouth. Bæði lið er því enn án sigurs eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni og með eitt stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira