Everton hafði betur gegn Southampton

Einar Sigurvinsson skrifar
Richarlison er kominn með þrjú mörk fyrir Everton á tímabilinu.
Richarlison er kominn með þrjú mörk fyrir Everton á tímabilinu. Vísir/Getty
Everton vann 2-1 sigur á Southampton í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Everton, Goodison Park en þetta var fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Marco Silva. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton.

Theo Walcott kom Everton yfir eftir aðeins 15. mínútna leik. Leighton Baines gaf stutta sendingu inn á teiginn úr aukaspyrnu. Morgan Schneiderlin kom honum síðan í fyrstu snertingu á Walcott sem kom honum í netið.

Korteri síðar komst Everton tveimur mörkum yfir. Theo Walcott kom boltanum fyrir markið, beint á kollinn á Richarlison sem skallaði hann í netið. Hans þriðja mark fyrir Everton á tímabilinu í öðrum leik sínum.

Á 54. mínútu minnkaði fyrrum leikmaður Liverpool, Danny Ings, muninn fyrir Southampton eftir hornspyrnu. Hans fyrsta mark fyrir sitt nýja lið.

Nær komust Southampton ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Everton. Eftir tvo leiki er Everton með fjögur stig en Southampton er með eitt stig og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira