Enski boltinn

Mourinho: Pogba er alltaf kurteis og við höfum aldrei rifist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. Vísir/Getty
Mikið hefur verið skrifað um samskipti Jose Mourinho og Paul Pogba í ensku blöðunum undanfarna viku og hver greinin á fætur annari hefur sagt frá ósætti á milli knattspyrnustjórans og franska heimsmeistarans.

Pogba hefur verið mikið orðaður við Barcelona og eins af ástæðunum var sögð vera slæm samskipti hans og stjórans.

Jose Mourinho ræddi þessi skrif á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði þessi skrif vera hreinasta tilbúning.

„Skrifið það sem þið viljið um hann. Skrifið það sem þið viljið um mig en vinsamlegast ekki ljúga,“ byrjaði Jose Mourinho stutta ræðu sína um samskipti hans og Pogba.





„Ekki setja hann [Pogba] í kringumstæður þar sem fær fólk til að halda að hann sé ekki kurteis eða klár strákur. Hann er kurteis og klár,“ sagði Mourinho.

„Hann hefur aldrei rifist við mig og við höfum aldrei öskrað á hvorn annan. Öll samskipti okkar eru með virðingu fyrir hvorum öðrum. Það eru engin vandamál á milli mín og hans,“ sagði Mourinho.

„Þið verðið bara að spyrja hann um hvað hann var að meina í þessu viðtali eftir Leicester leikinn. Ég vil bara að halda áfram þeirri vinni sem hann er að skila og það er það sem skiptir öllu máli,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir

Pogba: Verð sektaður ef ég segi suma hluti

Paul Pogba byrjaði nýtt tímabil hjá Manchester Untied með fyrirliðabandið og mark í opnunarleiknum. Ummæli hans eftir leik United og Leicester gáfu þó til kynna að ekki væri allt með felldu í herbúðum United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×