Tottenham og Leicester ekki í vandræðum með með nýliðana

Einar Sigurvinsson skrifar
Harry Kane skoraði fyrir Tottenham, þó svo að það sé ágúst.
Harry Kane skoraði fyrir Tottenham, þó svo að það sé ágúst. vísir/getty
Tottenham vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það tók Tottenham 43. mínútur að brjóta niður vörn Fulham en það gerði Lucas Moura.

Boltinn féll þá út í teiginn þar sem Moura var mættur og smellti honum beint upp í samskeytin af vítateigslínunni.

Aleksandar Mitrovic jafnaði leikinn fyrir Tottenham á 52. mínútu.

Það vorum síðan HM-fararnir tveir, Kieran Trippier og Harry Kane sem innsigluðu sigurinn fyrir Tottenham með mörkum á 74. og 77. mínútu.

Eftir tvo leiki er Tottenham með fullt hús stiga en nýliðar Fulham bíða enn eftir sínum fyrstu stigum.

Vardy rekinn af velli í leiknum í dag.getty
Leicester vann 2-0 sigur á á nýliðum Wolves.

Matt Doherty skoraði sjálfsmark eftir hálftíma leik og kom Leicester yfir. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks kom James Maddison Leicester tveimur mörkum yfir.

Leicester þurftu að leika einum manni færri frá 74. eftir að Jamie Vardy fékk að líta rauða spjaldið.

Það kom þó ekki að sök og vann Leicester að lokum 2-0 sigur, sinn fyrsta á tímabilinu.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni:

Cardiff City - Newcastle  0-0

Everton - Southampton  2-1

Leicester City - Woverhampton Wanderers  2-0

Tottenham Hotspur - Fulham  3-1

West Ham United - AFC Bournemouth  1-2

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira