Körfubolti

Strákarnir spila um fimmta sætið eftir flottan sigur á Rúmenum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ástþór Atli Svalason.
Ástþór Atli Svalason. Mynd/FIBA Europe

Íslenska sextán ára landsliðið í körfubolta tryggði sér sæti í leiknum um fimmta sætið á EM-B í Bosníu eftir fjórtán stiga sigur á Rúmenum í dag.

Ísland vann leikinn 73-59 eftir að hafa verið sex stigum yfir í hálfleik, 39-33.

Íslensku strákarnir töpuðu fyrir heimamönnum í Bosníu í átta liða úrslitunum í gær en náðu að rífa sig upp fyrir leikinn í dag. Liðið spilar síðan við Pólland um fimmtá sætið á morgun.

Það voru eins og oft áður hjá þessu liði margir að leggja til í poúkkið og íslenska liðið fékk sem dæmi 42 stig inn af bekknum í leiknum.

Skallagrímsmaðurinn Marinó Þór Pálmason var atkvæðamestur með 13 stig en hann hitti meðal annars úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínun í leiknum.

Stjörnumaðurinn Friðrik Anton Jónsson var með 11 stig og 5 fráköst og Valsmaðurinn Ástþór Atli Svalason skoraði 10 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Tvíburabræðurnir frá Ísafirði, Hilmir og Hugi Hallgrímssynir skoruðu síðan átta og sjö stig. Stjörnumaðurinn Magnús Helgi Lúðvíksson var síðan með 7 stig.

Þjálfari íslenska liðsins er Ágúst Björgvinsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.