Enski boltinn

Upphitun: Stórleikur á Brúnni og Gylfi mætir Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla en í dag hefst önnur umferðin. Sex leikir eru á dagskrá í dag.

Þetta hefst allt í hádeginu með leik Cardiff og Newcastle en Aron Einar Gunnarsson er enn frá hjá Cardiff vegna meiðsla.

Gylfi Þór Sigurðsson eru með eitt stig eftir einn leik og þeir fá Southampton í heimsókn á Goodison Park en Southampton er einnig með eitt stig.

Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Goodison en þrír aðrir leikir eru á dagskrá klukkan tvö. Stórleikurinn er þó klukkan hálf fimm.

Þá mætast Lundúnarliðin Chelsea og Arsenal en bæði lið eru með nýja stjóra í brúnni. Unai Emery stýrir Arsenal og Maurizio Sarri hjá Chelsea og ljóst að um fróðlegan leik er að ræða.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins og í sjónvarpsglugganum hér að ofan má sjá upphitun fyrir alla leiki umferðarinnar.

Leikir dagsins:

11.30 Cardiff - Newcastle (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)

14.00 Everton - Southampton (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)

14.00 Leicester - Wolves

14.00 Tottenham - Fulham

14.00 West Ham.- Bournemouth

16.30 Chelsea - Arsenal (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×