Enski boltinn

Klopp: Við horfum ekki á hin liðin

Einar Sigurvinsson skrifar
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur af og frá meiðsli Kevin De Bruyne, leikmanns Manchester City, muni reynst hinum liðum í ensku úrvalsdeildinni byr undir báða vængi. Útlit er fyrir að De Bruyne verði frá keppni næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla á hné.

„Ég tel að sá sem hugsar þannig, í aðstæðum sem þessum, sé hálfviti. Ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hugsa ekki þannig. Fyrst og fremst óska ég honum alls hins besta.“

Þá lýsti þjálfarinn yfir mikilli aðdáun sinni á leikmanninum.

„Ég elska leikmanninn. Ég vildi fá hann þegar ég var hjá Dortmund og hann hjá Chelsea, en Jose [Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea] vildi ekki gefa mér hann.“

„Það þarf enginn að hafa áhyggjur af Manchester City og þeirra gæðum, það er enn nóg af þeim. Við horfum ekki á hin liðin, við reynum bara að gera það besta úr okkar stöðu. Það mun vonandi virka,“ sagði Jurgen Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×