Enski boltinn

Guardiola: Phil Foden mun fá að spila

Einar Sigurvinsson skrifar
Phil Foden í leik með City.
Phil Foden í leik með City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City segist ætla að gefa ungstyrninu Phil Foden tækifæri í fjarveru Kevin De Bruyne.

„Innan sem utan vallar hefur hann verið frábær, það er fyrsta skrefið í að verða góður fótboltamaður,“ segir Guardiola um Folden.

Phil Foden kom við sögu í fimm leikjum fyrir City á síðasta tímabili en Guardiola segir að tækifærin verði nú fleiri.

„Hann mun fá að spila mikið og fá fleiri leiki, skref fyrir skref. Við megum ekki gleyma því að hann er 18 ára gamall, svo hann er ungur.“

„Verið þolinmóður, leggðu hart að þér, hlustaðu og sjáðu hvað gerist. Við munum hjálpa honum að verða betri leikmaður.“

Þrátt fyrir að eiga Folden kláran að koma inn í liðið viðurkennir Guardiola að hann muni sakna Kevin De Bruyne, en hann verður frá vegna meiðsla næstu þrjá mánuðina.

„Við getum ekki neitað því hversu mikilvægur Kevin [De Bruyne] er. Við munum sakna hans, en við verðum að hjálpa honum. Nú þarf hann að hvílast eftir erfitt tímabil, fá aðeins lengra frí og svo undirbúa sig fyrir það að koma aftur,“ segir Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×