Enski boltinn

Aston Villa gerði jafntefli │ Reading enn án stiga

Einar Sigurvinsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Vísir/Getty
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Aston Villa sem gerði 1-1 jafntefli við Ipswich Town í ensku Championship-deildinni í dag.

Aston Villa komst yfir eftir 20 mínútna leik með marki frá Jonathan Kodjia. Skömmu síðar náði Trevoh Chalobah jafna leikinn fyrir Ipswich.

Á 39. mínútu var varnarmaður Ipswich, Tayo Edun, rekinn af velli. Aston Villa náðu þá ekki að nýta sér það og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Eftir þrjá leiki situr Aston Villa í 4. sæti deildarinnar með sjö stig, en Ipswich er í 16. sætinu með tvö stig.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Reading töpuðu 1-0 fyrir Bolton. Jón Daði byrjaði á bekknum hjá Reading en spilaði síðasta korterið fyrir liðið.

Mark Bolton skoraði Yannick Wildschut á 48. mínútu.

Með sigrinum fer Bolton í 5. sæti deildarinnar með sjö sig, en Aston Villa er með betri markatölu. Reading situr hins vegar í 23. sætinu og er enn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×