Golf

Þriðja hring á Wyndham frestað vegna veðurs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brandt Snedeker
Brandt Snedeker vísir/getty

Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker var í efsta sæti þegar þriðji hringur Wyndham meistaramótsins í golfi var stöðvaður í gærkvöldi vegna veðurs en mótið fer fram í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum um helgina.

Snedeker var að klára sjöundu holu þegar keppnin var stöðvuð en kylfingarnir munu ljúka þriðja hring nú fyrir hádegi áður en lokahringurinn fer af stað seinni partinn.

Snedeker er á samtals 16 höggum undir pari og hefur þriggja högga forystu á Brian Gay sem er í öðru sæti. Fjórir kylfingar eru svo jafnir í þriðja sæti á samtals tólf höggum undir pari.

Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.