Innlent

131 lögreglumál í gærkvöldi

Bergþór Másson skrifar
Erilsamt var hjá lögreglunni í gær.
Erilsamt var hjá lögreglunni í gær. Vísir/Vilhelm
Mikið var um að vera á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna Menningarnætur og var gríðarlega erilsamt hjá lögreglu. Upp komu 131 mál alls. 10 aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála.

Mikið var um ölvun í miðbænum og var hellt niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Einnig var mikið um slagsmál og stympingar á meðal ungmenna.

Greint hefur verið frá tvemur líkamsárásum og talsvert var um ölvunarakstur í allri borginni.

Lögreglan var kölluð til tvisvar vegna gruns um heimilisofbeldi.


Tengdar fréttir

Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur

Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×