Lífið

Jim Carrey málar mynd af barnamorðum í Jemen: „Þetta er okkar glæpur.“

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Leikarinn, grínistinn og myndlistamaðurinn Jim Carrey hefur sent frá sér mynd sem hann málaði af því þegar bandarísk sprengju var varpað af Sádum á skólabíl í Jemen, með þeim afleiðingum að 40 börn létu lífið.

Með myndinni fylgir textinn: „40 saklaus börn drepin um borð í skólarútu í Jemen. Af okkar bandamönnum. Með okkar sprengju. Þetta er okkar glæpur.“

Carrey, sem er upprunalega frá Kanada, hefur verið meira og meira pólitískur á síðustu árum og gagnrýnir Trump Bandaríkjaforseta oft harðlega í máli og myndum. Sitt sýnist þó hverjum um hæfileika hans sem myndlistamaður. 

Tilefni þess að Carrey málaði myndina af skólabílnum er umfjöllun bandarískra fjölmiðla um þann mikla fjölda almennra borgara sem hefur farist í loftárásum Sádí-Araba.

Rannsókn fréttastöðvarinnar CNN á uppruna vopnanna í Jemen hefur vakið sérstaklega mikla athygli. Lesa má um niðurstöður rannsóknarinnar hér og upphaflega umfjöllun CNN er að finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×