Lífið

Ný bók frá Óla Stef: „Gleymna óskin“

Bergþór Másson skrifar
Óli Stef og Kári Gunnarsson í útgáfuhófinu í gær
Óli Stef og Kári Gunnarsson í útgáfuhófinu í gær Gunnar Steinþórsson
Handboltahetjan Ólafur Stefánsson og teiknarinn Kári Gunnarsson gáfu út bókina Gleymna óskin í gær. Útgáfunni var fagnað með útgáfuhófi í Eymundsson á Skóluvörðustíg á Menningarnótt í gær.

Óli segir bókina einfaldlega fjalla um „ósk sem lendir í smá vandræðum.“ Í samtali við Vísi segist Óli vilja hafa orðin um bókina sem fæst og lýsir bókinni í tvemur orðum: „Gleymna óskin,“ sem er einmitt titill bókarinnar.

Einnig segir Óli bókina leika sér að því að: „Ef þú mættir óska þér hvers sem væri og allt sem þú óskaðir þér verður að verulega strax, gætirðu samt lent í vandræðum.“

Bókin er um það bil 25 blaðsíður af bæði texta og myndum. Óli sá um textann og Kári Gunnarsson teiknari sá um myndræna hlutinn.

Bókin hefur verið í vinnslu í um það bil hálft ár og segir Kári Gunnarsson í samtali við Vísi að það hafi verið mjög gaman og skilvirkt að vinna með Óla að bókinni.

Óli í útgáfuhófinu með vængi á bakinu.Gunnar Steinþórsson
Kápa bókarinnar.Gunnar Steinþórsson
Brot úr bókinni.Gunnar Steinþórsson

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×