Lífið

Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ariana Grande sést hér á góðgerðartónleikunum, One Love, sem hún stóð fyrir eftir árásina við Manchester Arena.
Ariana Grande sést hér á góðgerðartónleikunum, One Love, sem hún stóð fyrir eftir árásina við Manchester Arena. Vísir/Getty
Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. Árásin átti sér stað í maí 2017, á tónleikum söngkonunnar og varð 22 að bana.

Grande gaf nú á dögunum út nýja plötu sem ber nafnið sweetener. Eitt laganna á plötunni ber nafnið get well soon, en í laginu fjallar Grande um árásina og tilfinningarnar sem spruttu upp hjá henni sjálfri í kjölfar hennar.

„Þú reynir að leyfa óttanum ekki að sigra, því það er augljóslega ástæðan fyrir því að ég er hérna. Það var ástæðan fyrir því að ég kláraði tónleikaferðalagið. Ég vildi sýna aðdáendum mínum gott fordæmi, aðdáendum sem voru nógu hugaðir til þess að mæta á fjandans tónleikana.“

Grande bætti því einnig við að henni finnist erfitt að fara út á meðal fólks og að eftir árásina líti hún alla staði öðrum augum en áður. Þá segir hún einnig frá því að lagið get well soon fjalli einnig um persónulega reynslu hennar af kvíða.

Viðtalið má sjá hér að neðan.






Tengdar fréttir

Ariana Grande niðurbrotin

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×