Enski boltinn

Messan: Gylfi stýrir umferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð.

„Munurinn frá því í fyrra er að hann fékk ekki að taka neinar aukaspyrnur í fyrra,” sagði Arnar Gunnlaugsson, einn af spekingum Messunnar.

„Þá var það var Wayne nokkur Rooney sem er einn besti spyrnumaðurinn sem Englendingar hafa átt.

„Þarna stjórnaði hann umferðinni, komst fljótt inn í leikinn og er greinilega með traust frá þjálfaranum að vera einn aðalmaðurinn í þessu liði

Gylfi virðist hafa fullt traust Marco Silva, stjóra Everton, og tekur flestar aukaspyrnur. Það eru strákarnir ánægðir með.

„Gylfi er alltaf góður. Hann hleypur alltaf sína kílómetra, á alltaf sínar sendingar en munurinn á þessu og þegar hann spilaði með Swansea er tölfræðin á stoðsendingum og mörkum,” en hvernig leggur hann upp mörk?

„Flestar stoðsendingar hans eru úr föstum leikatriðum og það er einföld stærðfræði að ef þú tekur ekki föst leikatriði þá leggur ekki upp eins mörg mörk,” sagði Arnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×